Deildin fyrir tímabilið 2024 - 2025
Reglur Deildarinnar
- Umsjónarmenn deildarinn eru:
- Ekkert þáttökugjald er rukkað sem stendur
- Í vafaatriðum hafa umsjónarmenn deildarinnar ávallt lokaorðið, athugasemdir og fyrirspurnir skulu berast á netfangið [email protected] eða með því að hafa samband beint við umsjónarmenn deildarinnar.
- Hægt er að skrá sig í og úr deildinni með því að fylla út þetta form, þá skal tilkynna það fyrir lok laugardags áður en næsta umferð hefst, ekki er hægt að tryggja þáttöku eftir þann tíma. Vanalega verða menn settir inn í neðstu deild, þó geta komið upp tilvik þar sem menn eru metnir inn m.t.t. stöðu á stigalista eða útaf meiðslum. Það kemur í hlut umsjónarmanna að ákveða slíkt.
- Hver umferð varir ofast í 4 vikur (fer eftir fjölda spilara í deild hverju sinni) sem hefst á mánudegi og er laugardagurinn fyrir næstu umferð síðasti dagur til að klára óspilaða leiki.
- Spilaðar eru best af 5 lotum.
- Leikir eru spilaðir samkvæmt tímaplani sem gefið er út fyrir hverja umferð, þó getur komið upp að leikmenn komist ekki á tilsettum tíma er þá nauðsynlegt að láta andstæðing sinn vita tímanlega. Leikmaður sem biður um frestun á leik ber ábyrgð á því að leikurinn sé spilaður, sé leikurinn ekki spilaður telst það svo að aðilinn sem bað um frestinn hafi gefið leikinn og skrifast það 5-0 (sjá nánar hér að neðan).
- Mæti leikmaður ekki til leiks þá tapar viðkomandi leikmaður leiknum 5-0 (sjá nánar hér að neðan).
- Meiðist leikmaður og tilkynnir meiðsli sín áður en umferð hefst, byrjar leikmaður í sömu deild og hann var í þegar hann er orðinn góður. Meiðist leikmaður hins vegar á meðan umferðin er í gangi, eða tilkynnir meiðslin þegar umferðin er byrjuð, lýkur leikmaður umferðinni og heldur þeim stigafjölda sem hann var kominn með en eftir umferðina verður hann meðhöndlaður sem meiddur leikmaður.
- Eftir hverja umferð falla 2 niður og 2 fara upp úr hverri deild, þó getur farið svo að ákveðið verði að fleiri falli eða fari upp til að jafna fjölda í deildum. Við uppgjör deilda og ef brottfall leikmanna á sér stað getur einnig verið ákveðið að láta fleiri eða færri en 2 leikmenn fara uppúr deild. Þó verður ekki fjölgað né fækkað leikmönnum sem falla niður um deild.
- Leikmenn fá eftirfarandi stig í leikjum:
- stig fyrir að mæta í leik.
- 1 stig fyrir hverja lotu sigraða í leik.
- 1 stig fyrir leik sigraðan.
Sigri leikmaður 3-2 þá fá leikmenn 5 og 3 stig.
Mæti andstæðingur ekki án þess að tilkynna mótherja sínum þá fær leikmaðurinn sem mætti 5 stig en hinn ekkert.
- Uppröðun leikmanna í lok umferðar:
Við lok umferðar geta leikmenn verið jafnir að heildarstigum og e.t.v. fer einn upp um deild eða einn niður um deild. Í þeim tilfellum eru eftirfarandi ´tie-breakerar´ notaðir:
- Innbyrðis viðureign
- Fjöldi leikja sigraðir
- Fjöldi lota sigraðar
- Fjöldi lota tapaðar (færri er betra)
- Uppkast
Leikmenn sem spila ekkert í viðkomandi umferð verða teknir útaf listanum við uppsetningu þeirra næstu.
Ef þeir leikmenn ætla að vera með og spila í þeirri næstu umferð þá skal tilkynna það fyrir lok laugardags áður en næsta umferð hefst með því að fylla út þetta form!.