Skvass er spaðaíþrótt sem líkist badmintoni og tennis. Andstætt við þessar íþróttir eru andstæðingarnir ekki sitthvorum megin við net heldur hreyfa leikmennirnir sig í kringum hvorn annan. Stig er hægt að fá í hverri uppgjöf og skiptir ekki máli hvor aðilinn gefur upp. Boltinn má einungis skoppa einu sinni í gólfið. Spilað er upp í 11stig í hverri lotu og er spilað best af 5 lotum.
Völlurinn samanstendur af trégólfi og fjórum veggjum. Veggirnir eiga að vera alveg sléttir og helst hvítir. Vallarmerkingarnar eiga að vera rauðar og 5 cm breiðar. Völlurinn afmarkast ofarlega af vallarlínunni, sem er á öllum fjórum veggjunum. Neðst á framveggnum er planki sem er 48 cm hár. Í leiknum má boltinn ekki lenda í plankanum né á/yfir út-línunni.
Leikurinn byrjar á því að annar leikmaðurinn gefur upp. Sá sem á uppgjöf ræður sjálfur frá hvorri hlið hann vill byrja. Ef sá sem gefur upp vinnur stig þá verður hann að gefa upp frá hinni hliðinni osfrv. Til að uppgjöf teljist lögleg verður leikmaður að:
Snertir boltinn framlínuna við uppgjöf er boltinn dæmdur ógildur og hinn aðilinn fær stig. Gefa má upp með því að slá undir boltann eins og í badminton eða yfir öxlina eins og tennis.
Allir boltar í leik eiga að lenda í framveggnum. Boltinn má lenda í bakveggnum og hliðarveggnum áður en hann lendir í framveggnum, nema í uppgjöf. Leikmennirnir mega annað hvort taka boltann eftir fyrsta skopp eða áður en hann lendir í gólfinu (volley). Boltinn á að haldast undir efstu rauðu línu vallarins (vallarlína) og yfir framplankanum.
Nýjar reglur í stigakerfi voru settar á árið 2008/9. Áður fyrr gat einungis sá sem gaf upp, unnið stig. Núna geta báðir aðilar unnið stig án uppgjafaréttar. Þ.e. ef sá aðili sem ekki gefur upp vinnur boltan fær hann einnig stig. Boltinn er dæmdur ógildur ef:
Ef staðan er 10-10 þá verður er spilað þar til annar leikmaður nær 2 stigum meira en hinn og vinnur því leikinn.
A slær boltann beint í framvegginn, yfir uppgjafarlínuna og undir vallarlínu, svo boltinn lendi í boxi B. Bolti má fara í hliðar- og bakvegg eftir að hann hefur farið í framvegginn.
Ef þú vilt spila gott skvass er mikilvægt að þú hreyfir þig rétt á vellinum. Línurnar sem skilja að uppgjafarboxin, mynda svokallað T, sem er mikilvægast hluti vallarins. T-ið er tilvalinn upphafspunktur, því frá þessari staðsetningu getur þú náð með 2-3(4) skrefum til allra staða á vellinum, og þegar búið er að slá boltann er skynsamlegt að flýta sér tilbaka á T-ið. Ef þú nærð að vera staðsettur á T-inu oftar en andstæðingurinn, stjórnar þú yfirleitt leiknum.
Ef þú stendur á T-inu getur þú auðveldlega náð til bolta andstæðingsins án þess að boltinn fari í bakvegginn/bakhornið. Reyndu að slá boltann svo hann endi í einu af fjórum hornum vallarins. Andstæðingurinn þarf þá að hreyfa sig burt frá T-inu, þannig að þú stjórnir spilinu frá þessum aðalstað vallarins.
Á skvassvellinum hreyfa leikmenn sig nálægt hvor öðrum. Þess vegna er nauðsynlegt að sýna tillitsemi. Þú átt að gefa andstæðing þínum:
Í skvassi getur maður oft lent í því að standa í veg fyrir hvor öðrum. Við þessar aðstæður er mælt með að leikmaðurinn, sem truflast þegar hann er að slá boltann, biðji um let, please. Eftir því hvernig aðstæðurnar truflunarinnar voru er spilað:
Á myndinni hér til hliðar hefur A slegið langan bolta meðfram hliðarveggnum. A reynir eftir það að færa sig frá, svo B getur náð til boltans. En á leiðinni frá T-inu og boltanum lenda þeir í samstuði. Hérna væri spilað let þar sem B hefði hugsanlega náð boltanum. Uppgjöf er því endurtekin. Ef B hefði ekki getað náð boltanum þá er dæmt no let og A vinnur stigið.
Á myndinni hér til hliðar hefur B skotið boltanum í framvegginn. A slær stutta bolta og reynir að færa sig burtu, svo B sjái boltann og getur hlaupið að honum. Milli T-sins og boltans lenda þeir í samstuði. B hefði örugglega náð til boltans en hugsanlega ekki náð að slá góðan bolta. A reyndi einnig að færa sig í burtu. Við þessar aðstæður er dæmt let.
Ef B hefði ekki geta náð boltanum er dæmt no let og A vinnur stigið.
Ef A reynir ekki að færa sig og B hefði náð til boltans er dæmt stroke
Á myndinni hér til hliðar slær B boltann sem óvart lendir í A. Boltinn var á leiðinni í hliðarvegginn en hefði lent í framveggnum eftir það. Her er dæmt let. Ef B viljandi sló boltanum í A þá fær hann aðvörun, mínusstig, missir lotu eða leikur dæmist A í hag. Þetta fer allt eftir alvarleika slagsins og dómarinn ákveður það. Ef boltinn sem lenti í A hefði ekki náð í framvegginn, þá er dæmt no let og A vinnur stigið.
Á myndinni hér til hliðar slær B boltanum rétt fram hjá sjálfum sér. A er tilbúinn til að slá boltann beint í framvegginn. B er í þríhyrningnum milli boltans og beggja horna framveggjarins. Út af þessu getur A ekki slegið í framvegginn og það er dæmt stroke fyrir A sem vinnur stigið.