Um félagið

Skvassfélag Reykjavíkur var stofnað 12 des. 1988 af áhugasömum skvassspilurum sem stunduðu íþróttina af kappi í Veggsporti í gamla Héðinshúsinu á Seljavegi. Félagið fékk inngöngu í ÍBR 1992 Skvassfélag Reykjavíkur (SFR) hefur nú aðstöðu í eigin húsnæði að Stórhöfða 17 í Reykjavík og er það eini staðurinn opinn almenningi sem hægt er að stunda íþróttina í Reykjavík. Tveir aðrir skvasssalir eru þó í borginni einn í MH og annar í húsakynnum Samskipa síðan eru tveir salir í Marel og einn í Sporthúsinu en sá salur er einnig opinn almenningi. Skvass hefur verið stundað í borginni síðan 1987 fyrst í Dansstudioi Sóleyjar og fljótlega í Veggsporti sama ár en fyrir þennan tíma gátu menn iðkað íþróttina í Þrekmiðstöðinni í Hafnafirði. Veggsport flutti starfsemi sína að Stórhöfða 17 þar sem byggt hafði verið húsnæði sem var sérstaklega hannað fyrir íþróttina og hefur verið þar allar götur síðan ásamt SFR. Í júní 2017 tók SFR við rekstri á skvassaðstöðunni sem áður var Veggsport.

Skvassið er á uppleið í heiminum í dag eftir að hafa verið í svolítilli lægð eftir blómaskeiðið sem var í kringum 1980. Í dag er töluvert auðveldara að sjá skvass í sjónvarpi og öðrum miðlum heldur en það var, upptökutækni og salirnir betri til þess fallnir að horfa á þennan spennandi leik og hefur það hjálpað verulega til við að auka áhuga á íþróttinni aftur. Þess má geta að Forbes Magasine valdi,fyrir fáeinum árum, Skvassið heilsusamlegustu íþróttagreinina fyrir hinn almenna kyrrsetumann. Fólk á öllum aldri hittist oft í viku og spilar sér til skemmtunar svo eru þeir sem æfa stíft og keppa bæði í deildar keppninni og í punktamótum sem eru á vegum Skvassfélagsins. Stærstur er þó hópurinn sem stundar íþróttina sér til ánægju og heilsuræktar. Fólk finnur sér félaga við hæfi og best er ef menn eru sem janastir að getu á vellinum. Deildarkeppni og mót, Skvassfélagið stendur fyrir deildarkeppni og mótum allan veturinn. 

Þess má geta að Hjólreiðafélag Reykjavíkur hefur fengið aðtöðu í húsnæði SFR og eru inniæfingar hjá félaginu bæði styrktar og hjólaæfingar.

Í húsnæði Skvassfélagsins er fín aðstaða til styrktar og þrekþjálfunar.

Framkvæmdastjóri félagsins

  • Jóhann Ólafsson

Stjórn félagsins

  • Arnar Arinbjarnar - Formaður
  • Björn Hrannar Björnsson